VÖXUM SAMAN

Fyrstu skrefin þurfa ekki að vera erfið

InfoCapital var stofnað árið 2009 og er þekkt sem eitt af fremstu fjárfestingarfyrirtækjum landsins. Við erum ekki bara fjárfestar heldur viljum við styðja fyrirtækin okkar með þeirri reynslu og þekkingu sem við búum að.

hofðabakki.jpeg
 
Image by Jose Fontano

VIÐ HÖFUM VERIÐ Í ÞÍNUM SPORUM

Við getum státað af því að hafa verið í sporum frumkvöðulsins og vitum vel hversu mikilvægt það er að fá inn góðan fjárfesti á réttum tímapunkti. Við höfum fjárfest í fjölda vænlegra nýsköpunarfyrirtækja sem öll eru að gera frábæra hluti á sínu sviði. Við viljum meina að best sé að heyra í okkur strax á fyrstu stigum svo við getum verið innan handar og veitt ráðgjöf varðandi vöruþróun, markaðsmál og fleira. Því fyrr sem þú heyrir í okkur, því betra!

 

TEYMIÐ

Innanborðs höfum við öflugt fólk í hverju sæti. Hér eru vel sjóaðir frumkvöðlar og reyndir fjárfestar sem eyða flestum stundum í að finna góð fjárfestingartækifæri og vinna hörðum höndum að því að styðja við bakið á þeim fyrirtækjum sem við fjárfestum í með öllum tiltækum ráðum

0W0A2240sh.jpg

REYNIR GRÉTARSSON

 Eigandi og stjórnarforrmaður

Reynir er frumkvöðull með lögfræðimenntun og býr að gríðarlegri reynslu í fjártæknigeiranum. Reynir er stofnandi Creditinfo samsteypunnar og starfar sem forstjóri SaltPay.

0W0A2246sh dokkskyrta.jpg

HÁKON STEFÁNSSON

Forstjóri

​Hákon er reynslumikill stjórnandi með lögfræðibakgrunn og starfaði áður sem framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Creditinfo. Hákon styður dyggilega við bakið á þeim fyrirtækjum sem við fjárfestum í með þekkingu sinni á lögfræði, rekstri og viðskiptaþróun.

0W0A2225sh.jpg

JÓHANNES EIRÍKSSON

Lögmaður

Jóhannes hefur yfirgripsmikla þekkingu og reynslu af starfsemi, stjórnun og rekstri fyrirtækja sem hann hefur öðlast í gegnum störf sín sem lögfræðingur og lögmaður; fyrst sem lögmaður hjá Mörkinni lögmannsstofu og LEX og síðar sem yfirlögfræðingur hjá Creditinfo Group og InfoCapital.

0W0A2208sh.jpg

BEGGI DAN

Markaðsstjóri

Beggi er kreatívur markaðsmaður sem hefur unnið fyrir fjölda öflugra fyrirtækja um allan heim á því sviði. Hann starfaði áður sem markaðsstjóri Creditinfo Group og framkvæmdastjóri netmarkaðsstofunar The Engine. Beggi er starfandi stjórnarformaður Svartagaldurs og meðstofnandi fjártæknifyrirtæksins Two Birds

0W0A7241.jpg

BJARNI GAUKUR SIGURÐSSON

Nýsköpun og tækni

Bjarni Gaukur er tölvunarfræðingur með mikla reynslu sem stofnandi og stjórnandi hugbúnaðarfyrirtækja innanlands sem og erlendis. Reynsla Bjarna Gauks nær jöfnum höndum yfir stefnumótun, viðskiptaþróun, og nýsköpun (og færir þeim fyrirtækjum sem við fjárfestum í verðmæta þverfaglega reynslu á því sviði). Hann var áður stofnandi og yfirmaður hugbúnaðarþróunar hjá Landsteinum Nederland, stofnandi og yfirmaður viðskiptaþróunar og hugbúnaðarþróunar hjá Reynd og nú síðast yfirmaður nýsköpunar og tæknistefnu hjá breska fyrirtækinu K3 Business Technology Group.

0W0A7226.jpg

RICHARD OTTO O'BRIEN

Tæknistjóri

Richard er tölvunafræðingur að mennt. Hann er leiðtogi sem hefur bæði þekkingu og reynslu til að koma hugbúnaðarverkefnum í framkvæmd. Reynslu sína á hann að sækja úr innlendum og erlendum verkefnum, hann er fyrrum CTO hjá Rue de Net og Cloud Product Architect hjá K3 Business Technologies

 

FJÁRFESTINGAR

arionbanki.png

ARION BANKI

#fjármál

Varla þarf að kynna Arion banka. Stefna hans er að standa öðrum framar með snjöllum og traustum fjármálalausnum sem skapa viðskiptavinum, hluthöfum og samfélaginu öllu verðmæti til framtíðar.

Islandsbanki_Merki_Rautt_RGB.png

ÍSLANDSBANKI

#fjármál

Íslandsbanki er alhliða banki sem leggur áherslu á að koma til móts við þarfir viðskiptavina sinna og á sér langa sögu sem nær aftur til ársins 1875.

vS838KDi_400x400.png

ICELANDAIR

#ferðaiðnaður

Icelandair er leiðandi flugfélag sem býður ferðir til og frá Íslandi og er hagstæður kostur fyrir flug yfir Atlantshafið.

logo_white.png

SVARTIGALDUR

#markaðssetning

Framúrskarandi markaðs- og tæknifyrirtæki sem þróar hugbúnaðarlausnir í markaðsgeiranum og sér um alhliða markaðssetningu á netinu.

0.png

CREDITINFO
GROUP

#fjármál

Creditinfo er í fararbroddi víðsvegar um heiminn þegar kemur að gagnadrifnum fjármálalausnum.

download (4).png

TWO BIRDS

#fjártækni

Two Birds býr yfir öflugu gagnasafni um fasteignamarkaðinn. Með gögnunum þróum við nýjar og notendavænar lausnir fyrir einstaklings-og fyrirtækjamarkað.

logo_new.765f25d9.png

AURBJÖRG

#fjármálatækni

Aurbjörg aðstoðar þig við fjármálin. Berðu saman öll lán, bankareikninga og kort á einum stað og lærðu allt það nauðsynlega um fjármál.

download (8).png

LIFEKEYS

#heilsutækni

Alþjóðlegt fyrirtæki í eigu Íslendings. Lifekeys eru að gera ótrúlega hluti á sviði geðheilsutækni og munu að öllum líkindum umbylta störfum mannauðsdeilda um heim allan.

download (9).png

IMS VINTAGE PHOTOS

#netsala

IMS selur upprunalegar "vintage" ljósmyndir sem eru ótrúlega skemmtilegir safngripir. Fyrirtækið var stofnað árið 1946 og byrjaði að selja á netinu árið 2013.

EpiEndo-Logo-NEW-PROPOSED-A.webp

EPIENDO PHARMACEUTICALS

#heilsutækni

Epiendo þróar lyf gegn öndunarfærasjúkdómum. Öflugt alþjóðlegt teymi sem setur markið hátt.

white.png

STONECO CI

#fjártækni

Upplýsingar væntanlegar

download (3).png

MYNTO

#fjártækni

Mynto er ungt og ferskt fjártæknifyrirtæki sem hefur sameinað fjölda íslenskra netverslana í risastórri netverslunarmiðstöð.

   

 

FRÉTTIR

 
 

TÖLUM SAMAN

Við erum alltaf opin fyrir frábærum hugmyndum.

Ekki hika við að hafa samband ef þú átt erindi við okkur. Kannski 

Takk fyrir skilaboðin. Við verðum í sambandi!