Search
  • Guðbjörn (Beggi) Dan Gunnarsson

Samfélagsleg ábyrgð

Við hjá InfoCapital tökum samfélagslega ábyrgð alvarlega. Sem stjórnendur og alaðeigendur Creditinfo höfum við lengi stutt við mannúðarstarf. Við höfum sérstaklega lagt áherslu á börn í minna þróuðum ríkjum, svo sem með því að styrkja SOS barnaþorp og byggja skóla í Afríku. Eitt verkefni sem við erum stolt af er stuðningur við barnaskólann Waresa-e-Faqeer í Kama héraði í Afghanistan. Við endurnýjuðum okkar stuðning nýlega með því að heita fé til að reka skólan til ársins 2026.


Í skólanum erum um 500 börn í 1.-6. bekk, tæpur helmingur stúlkur. Við trúum að það sem mestu skipti varðandi frið og velsæld í heiminum í framtíðinni er að mennta stúlkur og auðvelda þeim að ráða eigin málum og komst til ábyrgðarstarfa kjósi þær það. Við styðjum líka önnur góð málefni, ef okkur dettur í hug. Til dæmis eina íslenska atvinnumanninn í hnefaleikum, Kolla.Okkur er líka umhugað um umhverfismál og leggjum áherslu á að fyrirtækin sem við fjárfestum í hugi að þeim málum. Sáning birkifræja í Helgadal, 4,7 ferkílómetra jörð í Morfellsdal, sem InfoCapital keypti með skógrækt í huga. Auk þess að sá fræjum höfum við sett niður 8.000 tré, með það markmið að verða mun stórtækari á næstu árum.

16 views0 comments